Menu & Search

ANTWERPEN / HALLA EINARSDÓTTIR

ANTWERPEN / HALLA EINARSDÓTTIR

HALLA , AMSTERDAM, HOLLAND

Halló ég heiti Halla og ég er fædd árið 1991. Ég bý í Amsterdam og hef gert það í tæp sex ár. Fyrst kom ég til Amsterdam til að læra í listaháskólanum hér og stefndi fyrstu árin beint heim eftir nám. Svo breyttist eitthvað og borgin varð allt í einu að heimili mínu. Núna er ég búin með skólan og finnst bara svo fínt að vera hérna. Plús að ég veit ekkert hvert annað ég ætti svosum að fara, allavega ekki í bili.

SPIES LIES AND SUNKEN SUBS
EBOOK (EBÓK) SEM ÉG ER AÐ VINNA Í. NOKKURS KONAR RANNSÓKNARVERKEFNI UM ÍSLENSKAN UPPFINNINGAMANN SEM VAR EINNIG ÚTSENDARI FYRIR BANDARÍSKU LEYNIÞJÓNUSTUNA. SAMANSAFN AF MISMUNANDI ÚTGÁFUM FÓLKS Á SÖMU SÖGUNUM. BÓKIN MUN BIRTAST HÉR Í LOK MÁNAÐARINS: WWW.SPIESLIESANDSUNKENSUBS.WEBSIT

 

 

H&H: Uppáhalds listasafn/gallerí í borginni?
H: Það er gaman að taka gallerí hring í Jordaan. Galerie Fons Welters, Ellen de Bruijn Projects og Kunstverein eru núna öll mjög nálægt hvort öðru svo maður ætti að geta séð eitthvað spennandi á þessum túr.

H&H: Uppáhalds tjill/hangistaður í borginni?
H: Það eru nokkrir góðir staðir í mismunandi hlutum borgarinnar.

En einn sem ég hef kannski farið nokkuð reglulega á síðan ég flutti hingað er L’Affiche. Lítill staður fullkominn fyrir bæði spjall og sötr og ef það skyldi glitta í sólina er það algerlega þess virði að slást um stólana fyrir utan.

 

SAUÐFJÁRVEIKIVARNARGIRÐING
EFTIR AРHAFA HEYRT MIKIРUM GIRÐINGUNA GEKK ÉG MEÐFRAM SAUÐFJÁRVEIKIVARNAGIRÐINGU Í NIÐURNÝSLU OG SKRÁSETTI GIRÐINGUNA MEÐ LJÓSMYNDUM OG TEXTA. MEÐ ÞAРEFNI SEM BYRJUNARPUNKT FJALLAR VERKIРUM SÖGUMÁTT HLUTAR OG MENNINGU ÞESS AРSEGJA OG ENDURSEGJA SÖGUR.

 

 

H&H: Hverju mælirðu með fyrir listamenn eða listunnendur að gera í borginni?
H: Sama svar og spurning númer 2.

H&H: Hvernig er listasenan í borginni?
H: Þó svo að senan sé kannski frekar lítil er hún mjög fjölbreytt. Það er ekki ein stefna sem ræður ríkjum heldur margar ólíkar áttir sem listin tekur og þar af leiðandi upplifi ég senuna frekar opna. Hellingur af stórskemmtilegu og ómögulegu stöffi, eins og kannski allsstaðar annarsstaðar.

H&H: Hvernig er íslenska listasenan úr fjarlægð?
H: Hún er frekar fjarlæg bara. Ég flutti beint út eftir náttúrufræðibraut í menntaskóla og hef verið það lítið á Íslandi síðan til að átta mig á henni.

BOGNIR TJALDHÆLAR
BOGNIR TJALDHÆLAR HAFA FYLGT MÉR Í NOKKUR ÁR. ÞETTA MILLIBILSÁSTAND SEM ÞEIR ERU Í HELDUR ALLTAF ÁFRAM A› HEILLA MIG. SÍÐUSTU HÆLARNIR TIL AРVERA DREGNIR UPP ÚR TJALDHÆLAPOKANUM EN ÞÓ VEL FÆRIR UM AРHALDA TJALDSPOTTA NIÐRI. HÉR ERU TEIKNINGAR AF SAFNINU MÍNU.

H&H: Hvernig er íslenska listasenan úr fjarlægð?
H: Hún er frekar fjarlæg bara. Ég flutti beint út eftir náttúrufræðibraut í menntaskóla og hef verið það lítið á Íslandi síðan til að átta mig á henni.
Hillibilly virðist þó ætla gefa mér smá innsýn sem er frábært.