Menu & Search

CALI / GEIRÞRÚÐUR

CALI / GEIRÞRÚÐUR

GEIRÞRÚÐUR CALI KÓLUMBÍA.

Geirþrúður Hjörvar, 39

H&H: Finnst Kólumbíumönnum ekki erfitt að bera fram nafnið þitt?

G: Úff það getur engin borið fram allt nafnið mitt hvert sem ég fer.

En ég nota alltaf Gertrude, hér er það Gertrudis.

H&H: Það er svoldið kúl… Gertrudis. Hvar ertu og hve lengi hefurðu verið þar?

G: Cali síðan ágúst 2016.

H&H: Afhverju fórstu út? 
G: Ég fór upphaflega út til að taka þátt í Residency hjá Lugar a Dudas. Kannski er ég bara svona eirðarlaus en mér fannst ég þurfa að upplifa annan stað en Evrópu, eða vesturheiminn. Sérstaklega þar sem ég á það til að fjalla óbeint í minni myndlist um emperíalism og þá sérstaklega emperíalisma Evrópu. En á hinn boginn hentaði Suður Ameríka mér einmitt vegna þess að það er ekki svo framandi að ég geti ekki að einhverju leyti aðlagast.

S – Ameríka er hálf evrópsk, með rómanskt tungumál og allt það. Enn samt allt annar heimur.

G: Þegar ég var að leita að stað í Suður Ameríku, þá var Lugar a dudas nefnt sem góður kostur. Ég var líka farin að hafa áhuga á Kólumbíu í gegnum vinafólk. Svo held ég áfram að vera í Cali af alls konar ástæðum. Til dæmis er miklu ódýrari hér heldur enn Bogota og ég þekki líka fleiri hér.

H&H: Uppáhalds listasafn/gallerí í borginni? 
G: Hér er mjög gott nútíma myndlistasafn sem heitir La Tertulia. Það er stórt safn með fínar sýningar. Það er líka gallerí hér sem heitir (Biz). Og prójekt rými sem heitir Sin Espacio.

H&H: Uppáhalds tjill/hangistaður í borginni?
G: Það er staður sem er fínt að fara eftir opnanir sem heitir Miscelaneo og er rekið af myndlistamanni.

Maður er samt yfirleitt úti frekar en inni, því það er svo mikil götumenning hér, enda aldrei kalt.

H&H: Hverju mælirðu með fyrir listamenn eða listunnendur að gera í borginni? 
G: Það er algjör klisja, en…

…Salsa er málið.

Eiginlega ekki hægt að sleppa því. Alveg mjög skemmtileg menning.

 H&H: Hvernig er listasenan í borginni?
G: Það er mjög lítill en áhugaverður kjarni af listamönnum hér sem þykir mjög vænt um staðinn og fjalla um borgina og sérkenni hennar í sinni myndlist. Helsti kosturinn er einmitt smæðin og hvað hægt sé að kynnast þeim sem eru að gera góða hluti. T.d. Caliwood, Tropoical Goth, Salsa og Norco Aesthetics. Allt þetta hefur áhrif á myndlistarfólk hér.

H&H: Hvað er næst á dagskrá hjá þér?
G: Ég er núna að fara að klára bók og er um þessar mundir að undirbúa performance tengt henni í Bogota.

…Það fjallar um efnahaglífið og líkamsvökva og um samspilið milli þeirra.

Ég er líka að skipleggja skúlptúra og innsetningar sem tengist þessum texta, sem er í raun tilraun til að útskýra hvernig heimurinn í raun virkar, í nokkrum ólíkum miðlum. Því mun til að mynda fylgja röð diagramssem er eins konar myndlýsing af abstrakt kerfi sem ætla að lýsa. Sem verður hugsanlega sameinað í einum löngum performans.

H&H: Hefur þú fengið greitt fyrir vinna þína sem myndlistamaður?
G: Ég man ekki til þess að ég hef fengið borgað beint út fyrir unnið verk sem myndlistamaður. Kannski hafa verið einhverjar táknrænar upphæðir falnar inní kostnaðaráætlunum. En ég hef fengið greitt til að vera í vinnu sem myndlistarmaður. Bæði gegnum residensíur eins og Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Hollandi og Internationales Kunstlerhaus Villa Concordia í Þýskalandi. Líka í gegnum listamannalaun frá Íslandi og frá Mondriaan Fonds í Hollandi.

H&H Hvernig standa yfirvöld þinnar borgar/lands sig í þessum efnum?
G: Ég spurði meðleigjanda minn eða þá sem ég leigi hjá; hún hefur starfað sem kúrator og segir að það sé frekar slæmt hér. Söfn eru ekkert sérstaklega að borga listamönnum.

H&H: Vinnur þú meðfram myndlistinni?
G: Um þessar mundir er ég að skrifa fyrir Artzine. Svo er ég vonandi að kenna hér bráðum. Telst það?

 

http://www.geirthrudur.com/