Menu & Search

ÁSDÍS SIF

ÁSDÍS SIF

ÁS: Ég held ég hafi verið eina hvíta barnið í leikskólanum. Við lærðum afró dans! Ógeðslega kúl. Ég held í alvöru að það hafi haft rosa góð áhrif á mig. Svo gott að dansa þegar maður er lítill.

H&H: Hvenær fluttiru heim?

ÁS: Þegar ég var 4 eða 5 ára. Fyrst þegar ég flutti heim þá fluttum við upp í Breiðholt. Ég man rosa vel eftir því, hvað það var gaman að koma til Íslands og hitta öll frændsystkinin. Hvað það var mikið af krökkum!

H&H: Afhverju bjugguð þið í Ameríku?

ÁS: Foreldrar mínir voru í framhaldsnámi, lækna og læknabókasafnsfræði.

H&H: Læknabókasafnsfræði?

ÁS: Já!

H&H: Var list í kringum þig þegar þú varst að alast upp?

ÁS: Jú, sko, nei, það var voða mikið verið að tala um læknisfræði en svo voru þau rosalega mikið að fara á listasöfn með mig og systkini mín. Við ferðuðumst líka mikið. Ég held að þau hafi komið inn þessum áhuga með að fara á listasýningar og söfn og ferðalög og svona. Og maður byrjaði í píanó og dansi. Ég held að það hafi haft rosalega mikil áhrif.

H&H: Afhverju ákvaðstu að læra myndlist?

ÁS: Ég byrjaði að teikna þegar ég var svona 14 ára og skrifa ljóð. Þetta gerðist alveg bara hjá sjálfri mér svo ég ákvað að halda listasýningu á Tuttugu og tveimur…

H&H: Á barnum?

ÁS: Já, á efri hæðinni. Ég sá auglýst í tónlistarskólanum að það væri einhver listahátíð sem hét Loftárás á Seyðisfjörð, svo fór ég og talaði við fólkið sem var að sjá um sýninguna og bað um að fá sal.

Þar af leiðandi fær maður frelsi til að leika sér, detta inn í flæði, gera mistök og tabú.

En samt var ég líka alltaf að spá í leiklist svo ég var líka að læra leiklist í New York. Og er alveg ennþá að blanda því svoldið saman. Svona performans list tengist leiklistinni.

H&H: En þú lærðir ekki hér heima?

ÁS: Nei ég kláraði einmitt bara FB og síðan fór ég bara beint til New York. Kom heim í eitt ár og það var rosa skemmtilegt, því þá voru vinir mínir sem voru búnir að squatta hús sem hét Gula Húsið og ég var rosa spennt að koma heim og gerði einhverjar performans sýningar þar. Og svo fór ég til LA í masters nám.

H&H: Master í hverju?

ÁS: Það hér New Genre. Það er performans og vídjólist.

H&H: Jahá, LA og NY. Eru það ekki svoldið ólíkar borgir?

ÁS: Alveg rosalega ólíkar borgir. Og Wisconsin!

H&H: Ertu þá með amerískan ríkisborgararétt?

ÁS: Já! Ég fæddist í Ameríku.

H&H: Var þá ekki auðveldara að fara í nám úti?

ÁS: Jú þá gat ég farið eins og UCLA í svona State School og þurfti ekki að borga eitthvað brjálæðislega mikið. Og gat líka fengið styrki í New York og svona. Ekkert vesen. En foreldrar mínir hjálpuðu mér í gegnum skólann í NY.

Svoldið fallegt. Þau bæði í læknisfræði og bókasafnsfræði en bæði held ég þeim hafi langað að vera listamenn sjálf.

 

H&H: Hafiði eitthvað talað um það?

ÁS: Ég veit að mömmu langaði til að fara í arkitektúr og pabbi var að læra á píanó, ég held hann hafi viljað vera tónlistarmaður.

H&H: Tónlistarmaður fastur í líkama … læknabókasafnsfræðings?

ÁS: Þetta er svo magnað. Það er í raun og veru svo stutt síðan að maður hafði alveg val um hvað maður ætlaði að gera. Þetta munar bara einni kynslóð. Fólk notaði aðrar ástæður til að velja námið… Þó það voru auðvitað listamenn áður.

H&H: Ætli að baklandið sé betra núna? Og kannski ekki eins svona sjálfsagt að fara í Listaháskólann eins og er núna, og þá voru listamenn álitnir meira skrítnir en í dag er þetta frekar mainstream.

ÁS: Listakonurnar Nína Sæmundssen, Gerður Helga, Nína Tryggva. Þær gátu bara ekki búið á íslandi, þær fóru til New York og Parísar þar sem þær gátu verið listakonur. Stytta sem Nína gerði við tjörnina var sprengd upp

H&H: Já.. einmitt. 1960. Af reiðum körlum?

ÁS: Ég held það sko. Rosa macho. Það var það kannski líka í París og New York, en á þessum tíma var nær ómögulegt að vera listakona á íslandi.

H&H: Var erfiðara eða auðveldara fyrir þig að vera listakona í Bandaríkjunum?

ÁS: Kannski auðveldara. Mér fannst eftir að ég flutti heim 2004 var ekki jafn mikið jafnvægi eins og ég hélt. Mér fannst ég ekki fá sömu tækifæri og aðrir listamenn. Kannski af því að ég flutti heim fljótlega eftir að ég kláraði skólann þá veit ég ekki alveg hvernig það hefði verið í Bandaríkjunum en ég hafði á tilfinningunni að það væri aðeins meira equal heldur en hér. En mér finnst það hafa mikið breyst á 10 árum, hér.

H&H: Afhverju ákvaðstu að flytja heim?

ÁS: Bæði það að ég var ástfangin og gifti mig nokkrum mánuðum seinna og svo líka því það var nýbúið að stofna Klink og Bank, sem var ótrúlega flott batterí, heilt werehouse. Ég fékk stúdíó þar og mér fannst mikivægt að vera partur af því. Sem var held ég alveg rétt. Þetta var svipað þegar ég kom heim í eitt ár þegar það var verið að stofna Gula Húsið, hélt alltaf góðu sambandi við vini, listamenn sem voru núna búnir að stofna Klink og Bank.

Ég hefði held ég ekki getað byrjað jafn auðveldlega að vera listakona úti í LA eða NY.

 

       Held það sé ekki auðvelt að byrja að vera listamaður núna hérna, svipað og í New York á þessum tíma. Rosalega dýrt allt og erfitt að sinna sínu.

H&H: Senan er samt rólegri hér, stendur saman af útskrifuðum nemendum og kennurum(listamönnum) úr Listaháskólanum og einhverjum fleirum.

H&H: Hefurðu eitthvað hugsað þér að fara aftur til Bandaríkjanna?

ÁS: Já, ég hef alltaf verið að hugsa um það. Alltaf. En ég var svona meira á leiðinni til Evrópu eftir að ég kom heim. Ég hef alltaf verið á leiðinni þangað. En ég hef alltaf farið í einhver tímabil, í resedensíurm í Berlín og París og sýna hér og þar. Þannig að ég er búin að ná að vera svoldið á ferðinni en hefur alltaf dreymt um að búa kannski aðeins lengur í Evrópu.

Núna langar mig til að skoða, ég er að fara til Aþenu og Lissabon í maí, en svo finnst mér líka Berlín og París mjög spennandi.

Ég er einmitt á listamannalaunum núna í ár og mér finnst einhvernveginn ekki meika sens að vera hér allan tímann.

H&H: Já, til hamingju með listamannalaunin!

ÁS: Takk fyrir!

H&H: Er mikilvægt að læra myndlist?

ÁS: Já, rosalega mikilvægt og sérstaklega í New York. Kennararnir sem ég var að læra hjá voru öll rosa flottir listamenn, svona New York listamenn, hippar, mjög hard core hvernig þau hugsuðu.

Mér fannst ég eiginlega bara læra þeirra attitjúd og þeirra lífstíl. Ég fékk eitthvað beint í æð.

H&H: Ekkert endilega námið sjálft?

ÁS: Nei, þótt að námið hafi verið mjög fínt, það var svoldið skemmtilegt, líka bara að vera í New York.

Og í LA, það var mjög flott listafólk þar en það var bara öðruvísi, alltaf að keyra út um allt og hitta fólk á fundum. En New York var svo rosalega intense, inspererandi þrjú ár.

 

H&H: Fórstu bara ein?

ÁS: Ég fór út og þá átti ég kærasta, svo fyndið. Svo fyndið hvernig svona hlutir hafa áhrif á hvert maður fer. Hann var frá París og við fluttum saman til NY, hann byrjaði í leiklistarskóla en svo hættum við saman eftir eitt og hálft ár.

H&H: Það er fínt, NY er svo stór.

ÁS: Það er nefnilega rosa lítið mál að hætta saman þar!

H&H: Það er alveg hryllilegt hérna í Reykjavík.

ÁS: Það er eiginlega martröð þegar sambönd klárast í Reykjavík! Í New York þarf maður ekki einu sinni að hitta viðkomandi aftur, ekki í bíó, ekki á opnun. Þú ert ekki að fara að rekast á manneskjuna nema fyrir algera tilviljun.

Reykjavík er alveg brútal með þetta. Ég held að fólk sé búið að læra einhver svaka skills.

H&H: Heldur sig bara inni. Maður fer allavega ekki á ákveðna staði.

ÁS: Þá verður maður bara að finna aðra staði í einhvern tíma. Getur verið sniðugt, maður er alltaf í sama mengi.

H&H: Hvernig lærir maður myndlist?

ÁS: Já, sko. Mér fannst rosa gott að læra módelteikningu, að læra rosa vel að teikna og læra að mála. Og fara á fullt af sýningum og læra mismunandi tækni. Tileinka sér mismunandi vinnuaðferðir. Að gera bæði stórt, vera á gólfinu og upp við vegg… mér finnst líka skúlpúr og performans, að explora nógu mikið, prófa nógu mikið, til að opna hugann.

Svo var manni kennt ákveðið vinnuferli og ekki stoppa við fyrstu hugmynd heldur alltaf að halda áfram. Mér fannst það alveg magnað. Það er alveg hægt að læra myndlist.

Og kennararnir sem ég var að vinna með voru alveg að segja hvað virkar og hvað virkar ekki, mjög hreinskilin og persónuleg. Mér fannst æðislegt að fá kennara sem sögðu bara “nei, hættu þessu, einbeittu þér að þessu” og leiðbeindu mér persónulega. 

H&H: Þú hefur líka kennt sjálf.

ÁS: Já, ég held ég kenni svoldið eins og ég lærði.

Þegar ég er að vinna sjálf er allt svoldið organískt og spontant en þegar ég er að kenna er ég bara með frekar mikinn strúktur, ætlast til rosa mikils og allir þurfa að mæta alltaf á réttum tíma. En mér finnst að nemendur verði að bera virðingu fyrir því sem þeir eru að gera. Mér finnst að maður geti kennt það líka. Ákveðinn metnað og alvöru – kenna fólki að hella sér út í eitthvað og gefa ekkert eftir.

Því þegar fólk fer í að vera algert nörd og að vinna eins lengi og það getur verið að vinna, þá er maður að gera eitthvað rétt.

Þegar ég er kenni hugsa ég um einhverja spurningu sem ég er með sjálf, fer í gegnum ferlið með öllum, eitthvað uppgötvunarferli. Ef mig langar að kanna eitthvað þá förum við saman í gegnum það og eigum samtal um það.

 

Hillbilly er sammála því að það er svo gott að hafa góðan strúktúr, grunn og geta þá verið eins spontant og maður vill. Kunna eitthvað nógu vel til að geta flippað með það.

H&H: Þú ert greinilega með leiklistarhæfileika.

ÁS: Æðislegt að heyra, cool! Mér finnst rosa gaman að performera, og er alltaf búin að fara í námskeið meðfram. Í fyrra fór ég í eitthvað thai chi workshop sem var líka fyrir leiklist. Til að koma mér lengra áfram í performans og vídjó, þá leita ég alltaf inní svona leiklistarnámskeið. Svo eru margir vinir mínir í leiklist svo ég er oft að vinna með leikurum inn í mínum verkum og þá er ég líka að deila þar. Svo vinn ég líka með kvikmyndagerðarmönnum og tónlistarmönnum svo ég er eiginlega mjög oft að vinna í þeim greinum líka. Svo leik ég líka í verkum hjá öðrum. Nota performans inn í verkum hjá öðrum.

Mér finnst æðislegt að fá að vinna með öðrum listamönnum í öðrum listgreinum til þess að ég sé ekki alltaf ein í stúdíóinu, það hentar mér ekki.

H&H: Hefurðu leikið „alvöru“ hlutverk, í sjónvarpi eða eitthvað?

ÁS: Nei ég hef aldrei gert það!

H&H: Langar þig til þess?

ÁS: Mig hefur alveg langað til þess en svo þegar ég hugsa það til enda þá er ekki alveg víst hvort ég gæti það, að gera það sem mér er sagt að gera. Veit ekki hvað ég gæti gert mikið ef einhver er að stjórna, muna línur. Þyrfti kannski að prófa það einhvern tímann. Mér hefur gengið rosa vel að leika í verkum hjá öðrum listamönnum, þannig að þetta er bara eitthvað sem ég á eftir.

Ég lék í mynd í fyrra fyrir vin minn frá Frakklandi, hann er dáleiðari og ég var dáleidd fyrir myndina. En það fjallaði samt um hvað ég væri að gera í listinni. Svo lék ég í sápuóperu fyrir vin minn í Miami, en það var samt listaverk.

H&H: Varstu í einhverju Hollywood hverfi?

ÁS: Já ég bjó í Colver city, það er svona eiginlega Hollywood. Ég var alltaf á leiðinni í að skoða Hollywood en steig aldrei það skref. Maður þarf að vera rosa dedikeraður til að meika það þar. Maður nær ekki að gera listina sem maður ætlar að gera.

H&H: Sem myndlistarmaður getur maður líka gert allt, bíómyndir og hvað sem er.

ÁS: Já, einmitt, maður getur bara planað með kvikmyndagerðarmönnum og leikurum og startað svona verkefni sjálfur.

H&H: Hvernig gengur að lifa á listinni?

ÁS: Það gengur mismunandi vel. Erfitt fyrst þegar ég kom frá LA en ég náði einhvernveginn að láta allt ganga upp. En síðan svona síðustu tvö ár hafa alltaf komið tímabil inn á milli, þar sem það er ekki hægt að lifa. Ég held það sé kannski bara afþví það er orðið svo dýrt að vera hérna. Það er ekki af því að það er minna að gera, en það er bara allt í einu minni peningur í því sem maður gerir.

Ef ég sýni í safni þá er einhvernveginn enginn peningur, sem var kannski smá áður. Var að fá einhver verkefni sem voru alveg borguð en núna er allt bara tómt. Svo ég held að margir upplifi núna tímabil inn á milli þar sem þeir eru alveg blankir, og það er alveg glatað.

Ég hélt einhverntímann að það væri einhvernveginn inspererandi, en það er það ekki. En kannski líka af því ég er orðin mamma, þá er ég ekki að fíla það.

H&H: Vinnurðu meðfram listinni?

ÁS. Já ég er alltaf að kenna, en samt bara freelance. Sæki um styrki og svona líka. Núna er ég á listamannalaunum. En ég hugsaði áður en ég fór á listamannalaun að fá mér eitthvað líka, hálfa vinnu. Kenna, leika..

H&H: Ekki vinna á kaffihúsi eða eitthvað?

Ég sko reyndi að vinna á kaffihúsi í fyrra, það gekk rosalega illa.

Ég var alveg að vinna á kaffihúsum og veitingastöðum þegar ég var yngri. Ég held ég sé bara búin að vera of lengi á eigin vegum. Kennslan er rosa fín, hentar mömmunni. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að kenna, ekki eins og að vinna á kaffihúsi. Að kenna, það er inspererandi, hvaða aldurshópur sem það er. Var einmitt að kenna myndlist á leikskóla dóttur minnar.

H&H: Hvar vinnur þú að listinni þinni?

ÁS: Ég var með stúdíó á Nýlendugötu. Rosa fínt stúdíó. Svo var ég eitthvað blönk og sagði upp stúdíóinu. Sem voru eiginlega mistök, vegna þess að það var svo gott að vera með stúdíó. En þá ákvað ég bara að ég ynni verkin þar ég væri með sýningu. Vinna á mismunandi stöðum. Svo nýlega, fyrir tveim mánuðum síðan fór ég að leigja stúdíó á Seljavegi.

Svo var ég búin að vera í resedensíu á Vasúlkustofu á Listasafni Íslands, þar sem maður getur klippt vidjó. Það er frábært. Í fyrra fór ég í resedensíu í Helsinki og fór líka til Rúmeníu og Miami. Fullt af stöðum. Þá reyndi ég bara að vinna intense þar. En svo var ég alltaf hér inni á milli, enginn sérstakur vinnustaður og ég held að maður þurfi alveg á því að halda. Að eiga fasta vinnustofu.

Núna fékk ég þetta á Seljavegi þá er ég bara alltaf þar.

Ég er núna að vinna í bók, af því mig langar til að gera bók, um perfomans verkin mín. Mig hefur alltaf langað til að setja það niður í bók. Einhverjar ljósmyndir og texta og svona, svo fólk viti meira.

H&H: Þú vinnur eiginlega mest í tölvunni?

ÁS: Já, í tölvunni. En svo geri ég vídjó innsetningar og geri skúlptúra fyrir það, eitthvað sem passar inn í. Svo er ég mikið að vinna í texta, alltaf að skrifa ljóð og þess háttar.

Svo geri ég líka performansa í gegnum netið.

H&H: Svo þú þarft ekkert mikið pláss, kannski bara búningaherbergi og klefa?

ÁS: Já mig actually vantar það!

H&H: Segðu mér meira frá performönsunum í gegnum netið.

ÁS: Ég gerði svona performans í gegnum Skype, ég byrjaði árið 2005, setti auglýsingu í Art Forum. Þá var facebook ekki orðið svona auglýsingamiðill. Svo ég auglýsti það í blöðum og svo var ég alltaf bara einu sinni í viku með Skype performans. Þá gat fólk hringt inn. Einhverntímann á milli fimm og sex á íslenskum tíma. Gerði það svona tvisvar sinnum, 2005 og 2011. Yfir þriggja mánaða tímabil. Ótrúlega gaman. Og svo var ég beðin um að gera verkefni í gegnum live stream stöð. Síðan þá hef ég verið að live stream-a svoldið.

H&H: Hringdu margir inn á Skype?

ÁS: Já, fyrst voru kannski bara einn eða tveir. Svo stundum voru alveg nokkrir, en aldrei fleiri en bara fimm. En það komu símtöl frá mismunandi löndum. Vinur sagði einhverjum vini frá. Svo fékk ég fullt af sýningum út á það líka. Gerði sýningu í Berlinale, var beðin um að gera skype performans á sviði.

H&H: Þannig að þú varst á sviðinu á Skype að performa?

ÁS: Já, þá var ég á sviðinu að hringja í fólk af sviðinu. Eitthvað handrit. Fólk gat horft á sviðið og horft á skype.

Hillbilly sótti hið stórkstlega námskeið „Myndlist rokkar“ á sínum ungdómsárum. Það eru 12 ár síðan og Ásdís var nýkomin heim frá Los Angeles. Þar hlustuðum við á músík og unnum útfrá því undir leiðsögn Ásdísar og Ragnars Kjartanssonar.

ÁS: Það var svo ótrúlega skemmtilegt! Mér fannst rosa gaman. Við bjuggum þetta consept bara til. Ég var eitthvað búin að kenna með vini mínum í Svíþjóð og við vorum svoldið mikið að pæla í tónlist og myndlist og það gekk rosalega vel, þannig að ég og Raggi ákváðum að gera eitthvað svipað. Pældum mikið í þessu fyrir hvern tíma.

H&H: Hvernig er sköpunarferlið?

ÁS: Það er alltaf að verða meira og meira í augnablikinu. Ég bíð alveg með að gera sýningar þar til ég er komin á staðinn. Ég var til dæmis að gera verk í Rúmeníu í fyrra og það átti að vera live stream verk. Og þá vildi ég bara bíða þar til ég var komin þangað, til að vinna með staðinn. Svo fann ég eitthvað bíóhús sem var í niðurnýslu og það átti að loka því eftir tvær vikur. Þá fékk ég leyfi til að taka upp inn í bíóhúsinu. Bjó til einhverja senu þar. Ég gat ekki planað það fyrirfram. Ég virðist vera í þannig vinnuferli núna. Vídjólistin er líka rosalega spontant.

Ég var að gera sýningu í Listasafni Akureyrar fyrir jól og það var það sama þar, ég vissi ekki neitt. Fyrr en ég var komin á staðinn og byrjaði að máta, hvernig það virkaði á staðnum. Svo flott þegar maður eru að nota myndvarpa, þá kannski skipti ég um vídjó eftir því hvað passar.

H&H: Þetta er samt ekki spuni?

ÁS: Stundum.

Þessi verk sem ég var með á Akureyri voru bara fimm sekúndur. Eitt verkið var bara upptaka í gegnum síma í gegnum kampavínsglas. Svo varpaði ég því og var með kameru sem varpaði þannig að þú labbaðir inn í kameruna sástu sjálfan þig inní bubblum. Svo var það margfaldað. Og þá var allt í einu bara komið verk. Mér finnst þetta rosa skemmtilegt.

Bara búa til eitthvað úr engu.

En ég veit það eru rosa margir sem vinna allt öðruvísi, sem eru búnir að gera proposal. Ákveða fyrirfram. Ég öfunda stundum þannig listamenn.

H&H: En eins og með listamannalaun, þarftu þá ekki að sýna fram á hvað þú ætlar að gera við þau?

ÁS: Jú, það var erfitt. Ég er með plan. Eins gott að standa við það. Ég fékk listamannalaun út á bókina, nokkrar sýningar hér og þar. Það er ótrúlega góð hvatning.

H&H: Hefurðu upplifað raunverulega þrá til þess að skapa?

ÁS: Já, það er eins og allt sé í húfi, að koma einhverri hugmynd á framfæri. Vera alltaf að hugsa um það. Vera obsessed á því þangað til maður er búinn að klára það. Síðast þegar ég upplifði það, svona raunverulega, var þegar ég gerði verk fyrir Hverfisgallerí fyrir tveimur árum síðan. Þá var ég með hugmynd fyrir tvö vídjó og ég var rosalega upptekin að því. Og ég man líka eftir tilfinningunni í fyrra, í Miami, þá gerði ég líka verk sem ég fann fyrir rosalega mikilli urge til að ná að gera það vel.

Ég vona að ég sé að fá þannig þrá aftur núna.

H&H: Er gott að losna við það?

ÁS: Já, æðislegt. Algert kick. Mér finnst þetta eiginlega vera mesta kickið.

H&H: Færðu þetta ekki oft?

ÁS: Nei. Ég held stundum að ég fengi það meira ef ég væri í málverkinu til dæmis.

En þegar ég fæ svona heilan sal, eins og á Akureyri eða Listasafni Reykjavíkur… Stór tækifæri. Ég var að sýna í Pompidoe og þá fékk ég heilan sal og var að vinna með tveimur leikkonum, þá fæ ég alveg svona urge í aðstæðunum sem ég er í, af því ég er búin að fá kringumstæður sem leyfa mér… ef ég er allt í einu með fimm myndvarpa þá bara, get ég unnið með það. Það er einmitt erfitt að koma því í kring sjálfur.

Ég hef oft verið partur af hópum, Leikhúsi Listamanna og út í Bandaríkjunum var ég líka partur af svona, þá kannski mánaðarlega í kringum hóp að gera performans. Þannig að ég myndi ekki komast hjá því að fara í gengum það urge. Það þarf svoldið að skipuleggja það.

H&H: Ef maður fær að vera alltaf að þá kannski fær maður ekki þessa rosalegu þrá – tekur þetta í litlum skömmtum til þess að springa ekki. En færðu ekki stress tilfinningu að fá svona heilan sal?

ÁS: Jú, rosa stress tilfinningu. Og líka þegar ég er að reyna að vinna fram á síðustu stundu. Mér finnst það alveg mjög óþæginlegt oft.

Kannski er ég núna að fara að breyta um vinnuaðferðir. Prófa að vinna meira skipulagt. Það er líka kreatívt að gera það. Vinna í einu verki í tvo mánuði.

 

 H&H: Það er mjög góður eiginleiki að geta unnið spontant.

ÁS: Já, gott að kunna bæði. Þá veit maður að maður mun alltaf gera gert verkið.

H&H: Ert líka alltaf jafn undirbúin, vegna þess að þú sækir þessi námskeið inn á milli og svona. Er kannski ekki jafn spontant og þú heldur.

Ás: Nei, akkúrat. Ég held það sé alveg rétt. Þetta er meira skipulagt, er mikil þjálfun.

H&H: Þjálfun í að vera spontant… viltu ekki bara kenna það?

ÁS: Það er náttúrulega ótrúlega skemmtilegt. Á ég ekki bara að halda nýtt námskeið?
Ég hélt einmitt tónlistarmyndbandanámskeið í Mengi um daginn fyrir tónlistarmenn. Rosalega gaman.

H&H: Þú varst flott í myndbandi Egils Snæbjörnssonar, við hið geggjaða lag I love you so.

ÁS: Takk! Ég var einmitt að horfa á þetta um daginn. Þetta er svo skemmtilegt lag!
Vinkona Egils, kvikmyndagerðarkona (NAFN), kom spes frá Þýskalandi til að taka upp og við vorum búin að pæla vel í því  hvernig  við ætlum að dansa. Ætluðum að vera svona frjálsleg. Átti að looka spontant!

H&H: Tókst vel til – Þetta lookaði mjög spontant! Hefurðu upplifað sköpunarstíflu?

ÁS: Já, þegar ég flutti til LA og fór í skólann þar þá var ég ekki alveg að skilja borgina strax og ég gat ekki gert neitt í svona hálft ár. Það var rosa vandræðalegt.

Ég var alltaf að hitta kennarana, ég var alltaf að reyna eitthvað en það kom aldrei neitt verk eða eitthvað að tala um. En svo kom þetta bara með vorinu, eftir að ég var búin að læra inn á borgina þá allt í einu náði ég að gera eina sýningu, í lok árs. Ég held að allir hafi verið rosa fegnir. Ég var búin að vera í hálft ár þá. Námið var 3 ár.

H&H: Er munur á listamanni og hinum skapandi einstakling?

ÁS: Það er orðið erfiðara að átta sig á muninum í dag. Ég er að hugsa um, listamaðurinn er einhver sem er svoldið þrjóskur. Sem fer í gegnum fjárhagslega erfiðleika en gefst ekki upp.

Þarf að vera crazy eða obbsessed yfir einhverju.

H&H: Kannski eru foreldrar þínir ekki nógu þrjóskir?

ÁS: Já, kannski. Myndlistarmenn henda sér þangað. Þetta er meiri tilfinningaleg áhætta. Kannski einhverns konar trú, ég trúi á að þetta muni ganga upp, ég trúi að ég muni geta þetta.

H&H: Vinnurðu vel að listinni þó engin sýning sé í nánd?

ÁS: Já ég geri það svoldið. Fer að taka upp vídjó stundum. Og skrifa. Og tek ljósmyndir líka. Það er oft eitthvað random, sem ég ætla að nota seinna.

H&H: Um hvað skrifarðu?

ÁS: Ég skrifa rosalega mikið um tilfinningar. Það er eiginlega eins og setningar, stundum hugsa ég að þetta sé eins og popptextar. Þetta er ekki beinlínis ljóð, en texti sem kemur út frá tjáningu í vídjóverkum. Textarnir eru eiginlega meira vídjóverk. Tilfinningalegir og heimspekilegir.

Svo les ég þessa texta kannski löngu seinna og bara „vá þetta er nákvæmlega það sem ég var að ganga í gegnum“ en ég bara sá það ekki þá.

Ég leyfi mér alveg að vera emotional í verkum. Stundum er það næstum eins og póesía. Visual póesía – eitthvað verk úr undirmeðvitundinni. Bara leyfa myndinni að tala. Kannski eins og málverk í rauninni. Ég geri voða lítið af conseptual verkum, þar sem ég ætla að segja eitthvað ákveðið. 

Þetta er allt svo sammannlegt. Ég geri sammannleg verk.

H&H: Fylgistu með listasenunni?

ÁS: Já mér finnst það mikilvægt. Ég hef alveg dottið út úr henni á tímabilum, þar sem ég er ekkert að mæta á opnanir eða á sýningar yfir höfuð. Fer þá kannski meira að sjá danssýningar eða tónleika eða bíó. Ég geri meira af því heldur en að skoða myndlist einhverra hluta vegna. En ég fer alveg að sjá myndlistarsýningar. Ég geri það. Það er mjög mismunandi hversu miklum áhrifum ég verð fyrir.

H&H: Fílarðu einhver söfn betur en önnur?

ÁS: Listasafn Íslands, Reykjavíkur, Gerðarsafn og Hafnarborg. Skemmtileg gallerí líka eins og Berg Contemporary. 

H&H: Ferðu þá kannski frekar til að sýna þig og sjá aðra eins og sagt er?

ÁS: Já, kannski. Ég hætti því alveg á tímabili (vegna þess að mér fannst þetta svo lítil borg!). En ég fer helst á opnanir til að vera partur af einhverju samtali.

H&H: Hefur þig langað til að gera eitthvað en ekki gert það?

ÁS: Einu sinni ætlaði ég að vera á listasýningu í LA, út í eyðimörkinni og ég var búin að kaupa miða og allt. Svo allt í einu fékk ég eitthvað svona á tilfinninguna að ég ætti ekki að fara og fór ekki og sá rosalega eftir því.

Ég ákvað að vera hér og í staðinn þá slasaði ég mig hér.

H&H: Ertu ánægð með ákvörðun þína að vera myndlistarmaður?

ÁS: Já ég er það. Ef ég væri að fara að læra núna, eða að útskrifast úr myndlist, þá held ég að ég væri alveg til í að kunna eitthvað, vera með eitthvað praktískt með. Hvort sem það væri kennsla. Ég myndi gera þetta kannski aðeins öðruvísi í dag. Eitthvað aðeins meira, þannig að ég væri með fastan punkt, í einhverju leikhúsi eða e-ð. Svo maður sé ekki alltaf sinn eigin herra. Gott að hafa fjölbreytileika.

H&H: En eins og bókmenntafræði eða ritlist?

ÁS: Já, það er góð hugmynd. Nákvæmlega.

H&H: Jæja, en hvað myndiru bjóða okkur í kvöldmat?

ÁS: Geitaostur og þistilhjörtu og ólívur í forrétt. Svo myndi ég vera með einhverja svona böku úr rótargrænmeti í aðalrétt.

H&H: NICE.

H&H: Draumaverkefni?

ÁS: Það myndi vera að gera permanent útilistaverk. Helst vídjóverk. Svo myndi ég líka vilja gera stórt verk í yfirgefnu bíóhúsi þar sem fólk kæmi og sæti og horfði á.

H&H: Hvað er það mikilvægasta sem myndlistin þín hefur kennt þér?

ÁS: Að trúa á sjálfa mig… og að vera humble og að vera ákveðin. Mér finnst það soldið gott, alveg frábært. Er ákveðin þegar kemur að myndlistinni og að leiðir útí lífið.

 Myndlistin hefur kennt mér að vera alltaf spennt fyrir ævintýrunum í lífinu.