Menu & Search

AÞENA / EVA ÍSLEIFS

AÞENA / EVA ÍSLEIFS

EVA ÍSLEIFS, AÞENA, GRIKKLAND.

Ég heiti Eva Ísleifs og er 34 ára gömul. Ég hef verið að ferðast til Aþenu höfuðborg Grikklands síðan 2015 en það var einmitt árið sem ég fór í vinnustofudvöl, en hún lagði einmitt grunninn að þessum núverandi áfangastað. Í desember 2016 opnaði ég ásamt þremur öðrum listamönnum Noemi Niederhauser frá Sviss, Catriona Gallagher frá Bretlandi og Zoe Hatziyannaki frá Grikklandi vinnustofurnar og sýningarrýmið A – DASH sem er í hverfinu Exarchia í Aþenu. Aþena bauð uppá þennan möguleika og hlutirnir þróuðust. Mig vantaði vinnustofu og mig langaði að opna rými fyrir sýningar og verkefni skapandi fólks. Og þarna fann ég mig í samfloti listamanna sem langaði að gera það sama og með öll réttu verkfærin.

H&H: Uppáhalds listasafn/gallerí í borginni?

E: Listamannarekin rými eru skemmtilegust. Í Aþenu má finna þónokkur 3 – 3137, þau eru nágrannar okkar og alveg frábær. Enterprise ProjectsLIFESPORTSUPER SUPERSnehta sem er vinnustofa og sýningarrými. Það er margt að gerast í Aþenu um þessar mundir. Þetta hérna er glænýtt network, þar sem hægt er að sjá allar opnanir og eventa. Jú og svo er Documenta að fara opna í apríl og mikið um það að listamenn séu að flytjast hingað í lengri eða skemmri tíma.

 

EVIL EYES. BREED ART STUDIOS AMSTERDAM. 2016

 

H&H: Uppáhalds tjill/hangistaður í borginni?

E: Auðvitað staðurinn sem er næst mér og eru það svalirnar mínar, alveg himneskar. Þar hef ég komið fyrir tveimur beddum og stundum legg ég mig þar. Á morgnanna er góð stund betri með kaffi og á kvöldin með vinum og kannski einni góðri rauðvínsflösku.

 

H&H: Hverju mælirðu með fyrir listamenn eða listunnendur að gera í borginni? 

BORÐA, algjörlega málið, fá sér fullt að borða. Það jafnast lítið við fullt borð af vinum og nóg af mat. Og kannski fara í partý sem er heima hjá einhverjum sem er með æðislegar svalir.

E: GANGA, Aþena er stórborg en ekki svo stór að þegar maður gengur hana þá finnst manni hún lítil. Ganga og ganga meira, það er svo ótrúlega mörg hverfi að skoða og fullt af sérþekkingu á handverki. Leður, leturgerðir, málmar og viður og jú auðvitað SAGAN.

THE RELATIVTY OF NUMBER 1 (GOING PRIMITIVE) KUNST VARDO OSLO, 2016

 HOOKED, STAÐIR /PLACES WESTFJORDS, 2016

 

H&H: Hvernig er listasenan í borginni?

…en bíddu vegna þess að það gerist allt eftir 8 á kvöldin. Grikkir elska kvöldin og nóttina. Ætli það sé ekki bara vegna þess að það er oft of heitt á daginn.

E: Hún er allskonar. Fullt af listamönnum að ferðast til Aþenu um þessar mundir til þess að dvelja. Húsnæði er ódýrt hérna og gerir listamönnum kleift að leigja sér íbúð og studio án þess að eyða allri hýrunni. Mikið af erlendum listamönnum að opna útbú hérna, einhverskonar greinar útfrá verkefnum sem eru í mið-evrópu. Það var byggt nýtt samtíma listasafn fyrir nokkrum árum en það var ekki hægt að opna það vegna fjárskorts nú eða held ég klára það en um daginn opnaði það. Ég þarf að kíkja. Listamenn taka sýningarnar í sínar eigin hendur þar sem lítið er um fjárstuðning fyrir verkefni og sýningar.

OK…PERPETUAL MOTION. GERÐARSAFN. ICELAND. 2016

 

H&H: Hvað er næst á dagskrá hjá þér?

E: Ég er loksins komin með mitt eigið studio þannig ég ætla að einbeita mér að því að vinna að nýjum verkum og gefst mér tími og næði vegna þess að ég hlaut einnig listamannalaun í heilt ár. Ég mun flakka mikið á milli landa. Í Aþenu er mikið um handverksfólk og fólk með kunnáttu sem ég sæki í. Ég er með þrjár einkasýningar á árinu og tek þátt í þremur samsýningum. Nú svo er ég einnig að sinna A – DASH það sækir fjöldin allur af fólki eftir rými til þess að sýna í eða vera með viðburði þannig að dagskráin frammundan er mikil. Þetta er alveg ósjálfrátt ég ræð ekkert við þetta, einhvern vegin finn ég mig alltaf aftur í þessum sporum, að skapa sýningarvettvang fyrir verkefni af ýmsum toga.

IT´S SOMETIME HARD TO BE GOOD (FEED ME). 2017 (VERK Í VINNSLU)