Menu & Search

ANTWERPEN / BALDVIN EINARSSON

ANTWERPEN / BALDVIN EINARSSON

Baldvin, Antwerpen, Belgía.

Baldvin Einarsson f.1985, bý og starfa í Antwerpen, Belgíu. Ég fór þangað í meistaranám 2012 og var þar í skóla í tvö ár. Kom svo heim í eitt og flutti svo aftur út sumarið 2

Baldvin Einarsson f.1985, bý og starfa í Antwerpen, Belgíu. Ég fór þangað í meistaranám 2012 og var þar í skóla í tvö ár. Kom svo heim í eitt og flutti svo aftur út sumarið 2015. Og reikniði nú! Haha! Neinei, eigum við að segja þrjú og hálft allt í allt? Eftir Listaháskólann var ég ekki viss hvert mig langaði að fara. Mig langaði ekki til BNA og ekki til Berlínar, það voru svo margir í Berlín og nú er hún víst kölluð nýja KobenHávn, sem er nú ekki mjög töff. Ég var reyndar að spá í að fara í Kongs Akademí í Köben í gríni, kemur vel út á ferilskrá og svoleiðis. En ég vissi semsagt ekkert hvert ég ætlaði og hitti svo Þorvald Þorsteins, hann skoðaði hvað ég var að gera í listinni sagði svo: Þú ættir að koma til Belgíu! Mér leist stórvel það. Belgía?! Ég vissi ekkert um Belgíu nema að meistari Magritte væri þaðan og ýmsar kræsingar. Svo var þetta bakvið eyrun á mér í eitt ár og alltaf þegar ég heyrði eða sá eitthvað um Belgíu bættist sandkorn þeim megin á vogaskálarnar sem endaði í ákvörðun. Þetta er lítið stórt land, stutt í gömlu stórveldin og maður hafði passlega óljósa mynd af því til að það væri spennandi. 

H&H: Uppáhalds hangistaður í borginni:
B: Witslípitslí er helsti staðurinn sem við hittum fólk á, svona listamannabar, en annars erum við mikið hjá Gullu og Helga okkar og svoldið hjá Dennisi við lækinn, hann er reyndar að hætta en Roman vinur ætlar að taka við.

H&H: Hverju mæliru með fyrir fólk sem elskar list að gera í borginni?
B: Það er best að hafa samband ef fólk er á leiðinni og ég get sagt þeim hvert er gaman að fara. Ekkert sem maður verður að sjá einsog gamli Kaffivagninn heima. Ef maður er fyrir vín er gaman að smakka bjór hérna, það var einn á Mikkeler að segja mér að þetta væri bjór mekka! Kirkjurnar eru líka flottar og trén en maður kemst ekki hjá því að sjá þau.

H&H: Þitt uppáhalds listasafn/gallerí í borginni?
B: Það eru nokkur góð pláss þarna úti og meira af öllu auðvitað. Á Íslandi erum við með 1,5 I8, 1,5 nýló og eftir árum ca 1 óljóst og spennandi. En hér úti eru kanski 4 I8, 2,5 nýló og 4 vígaleg rými. Mín uppá halds eru Trampoline og Hole of the fox, þar eru flottir listamenn að harka og taka sénsinn og yfirleitt góðar sýningar. Svo er stundum hægt að sjá skemmtilegt í MHKA, sem er Hafnarhús heimamanna.

H&H: Getur þú lýst listasenunni í borginni?
B: Listsenan í borginni er skemmtileg. Aðeins stærri en heima en lík að mörgu leyti. Þetta er nokkuð þéttur hópur en það eru fleiri og skýrari undirflokkar, heima er svoldið allir saman stemning, allir í öllum nefndum og að reka rýmin og að skreyta Höggó fyrir Þorrablótið. En já fín sena og stærri flóra, svoldið eftitt að svara þessu samt, er til í að spjalla um þetta betur seinna.

Það er líka aðeins minna um blauta ljóðræna konseptlistamenn, ég var kominn með smá leið á því heima en er aðeins farinn að sakna þess núna. Kannski þarf ég bara að læra tungumálið betur?