Menu & Search

HALLDÓR BALDURSSON

HALLDÓR BALDURSSON

 

Hillbilly heimsótti Halldór Baldursson á vinnustofuna – þar sem hann vinnur á neðri hæðinni og býr á efri hæðinni. Hann var akkúrat að teikna nýjar myndir fyrir barnabók, sem minnti Hillbilly á gömlu Latabæjarbókina sem hún las svo oft í æsku. Það þekkja allir teikningar Halldórs Baldurssonar. Sumir sjá hreinlega fyrir sér teikningar hans ad pólitíkusum þegar þeir hugsa um ákveðna pólitíkusa. Einstaklingar, fórnarlömb Halldórs, líkjast sér meira í teikningum hans en í raunveruleikanum. Finnst sumum. Hann er þó með móral yfir hvernig hann teiknaði Katrínu Jakobsdóttur, en hann neyðist til að halda áfram að teikna hana þannig.

Fylgist með Halldóri hér:
visir.is