HILLBILLY
HLAÐVARP
xSTUNDIN

Hillbilly hefur samstarf með Stundinni, Hillbilly hlaðvarp, sem mun vera birt hér og inná svæði Hillbilly á vefsíðu Stundarinnar, www.stundin.is

Viðtölin verða með sama sniði og þau hafa verið í skriflega forminu en nú fá aðdáendur Hillbillyar að hlusta á hana tala og heyra listamanninn tala og hlusta á Hillbilly og listamanninn tala saman.

Fram af þessu hafa viðtöl Hillbillyar komið út í ólínulegri dagskrá og aðdáendur Hillbillyar hafa haft orð á að þetta virki eins og óvæntur glaðningur sem skríður uppí kjöltu þeirra úr myrkinu þegar þeir búast ekki við því. Hlaðvarpið verður reglulegra og fer í loftið annan hvern föstudag.


___
UM HLAÐVARPIÐ:

Í hlaðvarpinu Hús&Hillbilly fara systurnar Ragga og Magga Weisshappel inná vinnustofur listamanna og eiga við þá tímalaust spjall um líf og list, allt og ekkert, himinn og jörð og það sem er á milli. Viðtölin snúast um myndlist en fyrst og fremst um myndlistarmanninn sjálfan og hans haus. Hlustendur þurfa hvorki að vera menningarlegir né gáfaðir til þess að njóta. Hlaðvarpið er hugsað til þess að bæta servíettu í servíettusafn íslenskrar myndlistar. Systurnar hafa haldið úti vefritinu www.hillbilly.is í nokkur ár við góðan orðstír en þar eru birt rituð viðtöl og ljósmyndir úr vinnustofuheimsóknunum, og nú bætist hlaðvarp við til auka dýpt og gleði.