Menu & Search

HUGLEIKUR DAGSSON

HUGLEIKUR DAGSSON

Hugleikur Dagsson ræðir við Hillbilly meðal annars um mikilvægi niðurlægingarinnar í þessu fyrsta hljóðviðtali Hús&Hillbilly. Hugleikur uppgötvaði tækni til að breyta upplifun niðurlægingar, svo skammarleg atvik dagsins éti mann ekki að innan rétt fyrir svefninn. Gæti verið námskeið í uppsiglingu?

Hillbilly þótti Hugleikur yfirvegaðari en hún hafði þorað að vona. Það var talað um dónamörk grínsins og listnám á yfirvegaðan og fágaðan hátt. Hillbilly var þó við það að gelta upp hlátri í gegnum allt viðtalið, því það var líka margt fyndið sem Hugleikur sagði. Hugleikur og Hillbilly sitja á Dagsson skrifstofunni, en þar situr hann og horfir út á sjóinn þegar hann er staddur á íslandi, en annars býr og hann og starfar í Berlín um þessar mundir. Nú sem endranær reynir Hillbilly að hafa viðtalið frekar tímalaust – og að einblýna á að kryfja haus listamanns – svo það skiptir ekkert miklu máli hvar hann býr.

Fylgist með Hugleiki Hér:

dagsson.com
Insta: @dagsson
Fb: @dagsson