Menu & Search

MENNINGARVERÐLAUN DV

MENNINGARVERÐLAUN DV

Hillbilly náði tali af Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem veit allt um málið. Hún tekur aldrei selfís né kaffipásur en hún tók mynd af kóki til þess að Hillbilly hefði eitthvað til að setja í banner. Hún gæðir sér stundum á þeim eðaldrykk.

Menningarverðlaun DV – Þetta er mjög fínt framtak, alveg síðan 1970 og eitthvað. Núna haldið í 38. skiptið. Í ár eru tilnefndir eftirfarandi listamenn til Menningarverðlauna DV í flokki myndlistar: Hildur BjarnadóttirÞóra Sigurðardóttir, Berglind Jóna HlynsdóttirJón Laxdal og Elín Hansdóttir.

 

 

 

 

 

 

KB: Ég og Kristján Guðjónsson, hinn öflugi menningarblaðamaður minn, vinnum að undirbúningi Menningarverðlauna DV með frábærum umbrotsmönnum og harðduglegum konum á skrifstofu Pressunnar. Þetta er nokkuð tímafrekt verkefni og að mörgu þarf að gæta. Það þarf að velja í dómnefndir, útbúa boðskort og senda í póst, taka við rökstuðningi dómnefnda, koma fréttum af verðlaununum í blaðið og á netið og svo framvegis.

H&H: Hvernig verðlaunar maður menningu? Einskorðast menning við listamenningu í tilviki DV verðlaunanna? 

Við veitum verðlaun í 9 flokkum: Kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum. Flokkarnir eru mjög fjölbreyttir og spanna vítt svið menningar. Að því leyti hafa þessi verðlaun mikla sérstöðu. Þarna er listgreinum, sem sumar eru mjög ólíkar, stefnt saman.

H&H: Er sérstök dómnefnd fyrir hverja listgrein?

KB: Það er sér dómnefnd fyrir hverja listgrein og í þeim nefndum situr fagfólk sem tilnefnir fimm einstaklinga, verkefni eða hópa til verðlaunanna. Tilnefningar eru því alls 45.

Við ætlum að fókusa á myndlistarmenn í þessu örlitla viðtali. 

H&H: Hverjir sitja í dómnefnd sem velur myndlistarmenn?

KB: Í myndlistinni eru í dómnefnd: Jón Proppé (formaður), Helga Óskarsdóttir og Jón B.K. Ransu.

Við erum síðan með sérstaka kosningu á netinu og þar geta lesendur kosið þá tilnefningu sem þeim líst best á. Tilkynnt er um þann sigurvegara á hátíðinni. Það er oft hart barist í þessari lesendakosningu og stundum ansi mjótt á munum milli sigurvegara og þess sem lendir í öðru sæti.

H&H: Hvað felst í heiðursverðlaunum Forseta Íslands? Velur þá Guðni?

KB: Á hverri hátíð eru veitt heiðursverðlaun. Þau eru veitt fyrir lífsstarf. Dómnefndir koma iðulega með tilnefningar til þessara verðlauna og við menningarblaðamaðurinn minn komum einnig með okkar tilnefningar. Það kemur svo í hlut ritstjóra að ákveða hver hlýtur heiðurinn. Forseti Íslands afhendir síðan verðlaunin.

Ólafur Ragnar Grímsson stóð sig frábærlega, hélt ræðu og talaði blaðlaust og ætíð af mikilli þekkingu. Hann sýndi þessum verðlaunum ætíð mikinn áhuga. Guðni Th. Jóhannesson veitir nú verðlaunin í fyrsta sinn og við hlökkum til að hitta hann.

H&H: Er þetta kostnaðasamt? Er verðlaunafé? 

KB: Verðlaunahafar fá ekki peningaverðlaun heldur heiðursskjal og blómvönd. Það er ákaflega gaman að verða vitni að því hversu ánægðir verðlaunahafar eru og hið sama má reyndar einnig segja um þá sem fá tilnefningar. Það er mikil stemning og gleði á verðlaunahátíðinni…

H&H: Hvernig er valið? Afhverju er mikilvægt að heiðra fólk sem er að skapa listamenningu?

KB: Það er alltaf erfitt að velja það besta í menningu. Framboðið er mikið og margt afar vel gert. Verðlaun eins og þessi eru viðleitni til að benda á það sem þykir framúrskarandi og vekja athygli á því. Það getur ekki verið nema til góðs