Menu & Search

PÁLL HAUKUR

PÁLL HAUKUR

Páll Haukur var skemmtilegur heim að sækja. Hann átti líka skemmtilegan kött, (Gulrót). Rétt eins og Hillbilly er hann smá sveitalubbi, ferskur úr Mosfellssveit. Hann leikur sér með miðla í myndlist sinni. Hann lýsir vinnu sinni best sjálfur á heimasíðu sinni (lauslega þýtt úr ensku):
Með list minni er ég að reyna að slíta mig frá sérstökum hugmyndum um merkingu, ég reyni að leyfa hlutum að vera staðsettir á krossgötum þar sem þeir eru eini og sami hluturinn – að minnsta kosti í stundarkorn, rétt áður en ákvörðunin um hvað hann er, er tekin. Skúltúrar mínir reyna að vera myndir, gjörningar, málverk og innsetningar reyna að vera teikningar.

Fylgist með Páli Hauki hér:
pallhaukur.com
insta: @pall_haukur