Menu & Search

THE HAGUE / BERGUR THOMAS ANDERSON

THE HAGUE / BERGUR THOMAS ANDERSON

BERGUR,
THE HAGUE,
AMSTERDAM,
HOLLAND.

Ég heiti Bergur Thomas Anderson. Ég er 28 ára tón- og myndlistarmaður sem býr í Amsterdam. Ég stunda meistaranám við listaháskólann í The Hague, sem er bjúróborg Hollands. The Hague hýsir flest allar skrifstofurnar og sendiráðin, en þar er líka forvitnilegur arkitektúr og ströndin Scheveningen. Mjög flott borg, skólinn er frábær og hýsir bara vinalegt fólk. Ég flutti hingað fyrir einu og hálfu ári síðan með kærustunni minni, Helenu, og við erum búin að vera flakkandi á milli þessara tveggja borga síðan þá. Við ákvaðum að koma hingað vegna þess að það eru framúrstefnuleg og leitandi framhaldsnám í boði. Það eru líka margir vinir okkar sem hafa búið hérna og búa enn. Um leið og maður er með góða að er mun auðveldara að búa til sitt eigið rými og skapa sitt eigið samhengi innan um kreðsuna hérna.

Ég hef alltaf búið á Íslandi síðan ég öðlaðist meðvitund um stað og tíma. Ég þurfti að aðlagast mikið hérna, á Íslandi var ég nær því að vera rokkstjarna heldur en myndlistarmaður, og gerði alltaf mjög þögul verk.

Eftir rúmlega ár af námi var ég orðinn þreyttur á þögninni og fór að leita að minni eigin rödd.

Að slíta tengslum við þægindin sem fylgja búsetu í Reykjavík gerði það allt í einu mögulegt að vera „a rockstar in an artist body“, eins og Sensei sagði. Hlutirnir fóru að blandast meira saman, ég byrjaði að ögra sjálfum mér meira eftir að ég flutti út. Þetta er mjög hollt.

B: 1646 í The Hague er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er listamannarekið verkefna- og sýningarrými, mjög rótgróið og mikilvægt höbb fyrir yngra fólkið í bænum. Í Amsterdam finnst mér mjög gaman að heimsækja W139Fons Welters og tegenboschvanvreden. Þetta eru mörg passlega lítil gallerí nálægt hvort öðru, rosa fínt að rölta þar um um helgar og taka inn. EYE filmmuseum hýsir líka skemmtilegar sýningar með ungum vídeólistamönnum og leikstjórum.

H&H: Uppáhalds tjill/hangistaður í borginni?
B: Ég ferðast frekar mikið á milli borga hérna þannig að þegar kemur að því að tjilla geri ég mest af því heima. Ef ég fæ ógeð á stúdíóinu eða ef það er of mikið rugl heima er ágætt að taka verkefni með sér á Studio/K eða jafnvel Kriterion. Þetta eru svona kósí staðir sem eru á milli þess að vera barir og kaffihús, þeir eru líka báðir tengdir bíóhúsi…

Það er alltaf plús að geta tekið sér pásu og skoðað hvað er í bíó, leitt hugann að því að hverfa í sýningarsalinn með glóðvolgt popp og jafnvel bjór með.

H&H: Hverju mælirðu með fyrir listamenn eða listunnendur að gera í borginni?
B: Ég mæli með því að koma bara í heimsókn, þótt þú sért að millilenda. Ég bý bara korteri frá flugvellinum og ávallt tilefni til að hella upp á. Ef það er ekkert að gerast á De School eða í þessum galleríum getum við farið í Stedelijk. Það er solid.

H&H: Hvernig er listasenan í borginni?
B: Það er mjög mikið að gerast en erfitt að fá einhvern heildarbrag. Ég er frekar viss að það sé mun meiri keppnisandi hérna í Amsterdam vs. The Hague.

Í Hagginu dugar að mæta í sama galleríið á þrjár opnanir og þá er fólk farið að forvitnast hvað maður er að gera hérna og vill kynnast. Aðeins meiri Reykjavík stemmari.

Það sem er mikilvægt fyrir mér er að flóran er rík og virðist alltaf vera að stækka með nýju fólki og nýjum stöðum.

H&H: Hvað er næst á dagskrá hjá þér?
B: Ég er á seinustu önninni í náminu.

Það þýðir að ég er að skrifa meistararitgerð sem á að flétta öllu sem ég veit saman, alveg löðrandi í listalingói líka.

Þetta verður allt skiljanlegt þegar ég skila henni inn. Ég er líka að byrja spennandi verkefnarými sem mun líta dagsins ljós í mars. Við erum nokkur saman að starta þessu upp. Verkefnið og rýmið heitir at7. Það er heimasíða væntanleg og örugglega instagram account líka, en satt best að segja hlakka ég mest til þess að taka á móti ykkur hérna in real life næst.