Menu & Search

TORONTÓ / KRISTÍN MORTHENS

TORONTÓ / KRISTÍN MORTHENS

KRISTÍN,
TORONTÓ,
KANADA.

Ég heiti Kristín Morthens, er 24 ára og bý í Torontó, Kanada. Ég kom hingað árið 2014 til þess að læra myndlist með sérhæfingu í málverki og er nú á þriðja árinu mínu við OCAD University. Ég fór út bæði vegna þess að þetta nám var ekki í boði á Íslandi og fyrir mér var það mikilvægt að fara út fyrir landsteina til þess að kynna mér aðra menningu og strauma í listum. Ég fór hingað því að málverkið er mjög sterkt í Norður Ameríku, senan hér í Torontó er sérstaklega sterk og mikil gróska í gangi. Hinsvegar finnst mér flestar borgir hafa sína sérstöðu og ákveðin trend, þess vegna var ég glöð að fara í skiptinám til Chicago á síðustu önn til þess fá ferskan innblástur. Ætli það sé ekki hluti af því hvers vegna í vildi læra úti…

…til þess að verða fyrir áhrifum úr mismunandi áttum og fá sem víðtækastar upplýsingar hvað varðar skoðanir, menntun og menningu.

 

 

H&H: Uppáhalds gallerí eða listasafn í borginni

Angel Gallery og General Hardware Contemporary eru mín tvö uppáhalds. Þau sýna mest megnis Torontó listamenn og marga af mínum uppáhalds listamönnum hér í Kanada. AGO er líka flott, þau eiga bæði virkilega flott safn af verkum og setja líka upp mjög mikið af góðum sýningum með stórum alþjóðlegum listamönnum, það er svoldið eins og MOMA Torontó ef það má bera það saman við það.

ÁN TITILS (NOKKUR TUNGUMÁL) 152X122 CM 2016

 

H&H: Uppáhalds hangistaður í borginni?

Líklegast Kensington Market, þar er alltaf hægt að finna einhvað skemmtilegt og kósí. Borgin er mjög hverfismiðuð svo að ég hangi mest í mínu hverfi, Bloor West, þegar ég er ekki í stúdíóinu.

ÉG SÁ ÞIG Í SVARTA LJÓSINU OG ÉG HEF ELSKAÐ ÞIG SÍÐAN ÞÁ 61X51 CM 2016

 

H&H: Hverju mælirðu með fyrir listamenn eða listunnendur að gera í borginni? 

Flest af bestu galleríunum eru á Queen West, Dundas West og The Junction svo að þau hverfi er virkilega gaman að rölta um, full af lífi, börum og galleríum. Annað ótrúlega flott gallerí er The Power Plant og svo er mikið af flottum leikhúsum, uppistand börum og litlum kvikmyndahúsum sem gaman er að kíkja í.

SÆKÝRIN FÆÐIST Í  HAUSTLAUFUNUM 152X122 CM 2016

H&H: Hvernig er listasenan í borginni?

Mjög lifandi, ég held að Torontó hafi sjaldan verið jafn spennandi í listum eins og akkurat núna. Hún er frekar „regional“ eða staðbundin, en ég held að flestar senur séu það, meira að segja í Chicago og jafnvel New York þó það séu mjög alþjóðlegar borgir. Senan er mjög fjölbreytt og er jafnvíg á marga miðla, ég mundi segja að hún sé í raun mjög nútímaleg og í takt við aðrar stórborgir í heiminum. Ég held að senur í mismunandi heimshlutum og borgum hafi breyst mikið eftir komu samskiptamiðla og í raun internetsins sem og heimsvæðingarinnar.

VILLIKISI KRÚSAR UM Á ÞAKINU 152X122 CM 2016

Listamenn verða fyrir áhrifum og mótast ekki bara af sínu nánasta líkamlega umhverfi heldur stafræna umhverfi sínu og þeim algorithma sem hver og einn lifir í, ég held því að við lifum á tímum hrærigrautarins.

H&H:  Hvað er næst á dagskrá hjá þér?

Ég er á fullu í skólanum þar til í vor, en er líka að stefna að því að taka þátt í nokkrum sýningum hér á þeim tíma. Svo er ég að vinna að samsýningu sem ég mun taka þátt í á Íslandi næsta sumar.