GYLFI FREELAND SIGURÐSSON
GYLFI FREELAND SIGURÐSSON
H&H: Fylgistu með listaseninu á Íslandi? Er það mikilvægt?
G: Jájájá, mjög mikilvægt að fara á sýningar og skoða hvað er að gerast og svona. Held það sé mjög hollt.
H&H: Ferðu frekar í einhver listasöfn en önnur?
G: Fer svolítið jafnt í þetta. Gaman að fara í gallerí þar sem er reglulega skipt út. Port verkefnarými, Ekkisens, Harbinger og Mengi er oft með myndlistargjörninga. Hverfisgallerí er líka geggjað. Persónulegri rými og oft lítil. Maður getur ekki breytt svo miklu eins og í Hafnarhúsinu er kannski allt í einu kominn veggur í miðju rýminu.

Stundum held ég að þetta sé leikur hjá stjórnmálamönnum. Þeir þurfa ekki að setja peninga í þetta því myndlistin deyr hvort eð er ekki. Það er bara mikil heimska á þinginu og þetta er ósanngjarnt og ég er ósáttur.

H&H: Hefur þú búið annarsstaðar en á íslandi?
G: Ég bjó í Berlín í átta mánuði áður en ég byrjaði í Listaháskólanum, með hljómsveitinni. Bjuggum í tveimur svefnherbergjum og kústaskáp, Logi svaf þar. Mjög fyndið allt saman. Var á sumrin á Siglufirði þegar ég var strákur.
H&H: Hefur þig einhverntímann langað að gera eithvað en ekki gert það?
G: Nei. Ekkert. No regrets. Man ekki eftir neinu. Jú, ógeðslega mikið ógeðslega mikið. Ég er samt bara sáttur hér. Er að vinna mig upp í að sjá eftir einhverju.
H&H: Er eitthvað mikilvægt sem myndlistin þín hefur kennt þér, sem þú hefur lært af þinni myndlist?
G: Jákvæðni. Ekki það að ég hafi verið mikið neikvæður einhverntímann. Það er alveg hægt að hafa áhyggjur endalaust en það er líka hægt að sleppa því. Ég skrifa mikið, ljóð, smásögur, styttri texta. Engar skáldsögur enn. Les bækur og ég læri mikið í gegnum það.
Sorgin er gríma gleðinnar og lindin sem er uppspretta gleðinnar er oft full af tárum. Hvernig ætti það öðruvísi að vera. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns þeim mun meiri gleði getur það rúmað … Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín …
H&H: Draumaverkefni:
G: Að mála hús
H&H: Bara eitthvað hús?
G: Já eða bara svona stóran gafl. Eða það væri alveg næs að vera með einkasýningu á stóru listasafni eftir svona 15, 20 ár. En já, mála hús. Það væri svolítið næs. Mála sko á það, málverk.
H&H: Hvað myndir þú bjóða Hillbilly í kvöldmat?
G: Vítabix? Ég kann að búa til svona chilli con carne í papríku. Eða einhverja geggjaða örbylgjupítsu. Eða ég kæmi kannski bara í mat.
H&H: Er einhver liðinn listamaður sem þú vildir spyrja að einhverju?
G: Ég myndi spyrja Picasso að einhverju…
…eða Leonardo DaVinci; Hvað er eiginlega
málið með flugvélamat?