Menu & Search

MAGNÚS PÁLSSON

MAGNÚS PÁLSSON

Hillbilly hitti Magnús Pálsson og hægri hönd, Frances, á heimili þeirra í miðbæ Reykjavíkur. Frances reyndist góður staðreyndaskoðari og tímavél, s­em og að sjálfsögðu yndisauki. Í miðbænum hefur Magnús búið næstum alla ævi, fyrir utan nokkur ár á Eskifirði, Mosfellssveit, Laugardalnum, London, Osló og Amsterdam. Hann fór í eina menntaskólann, MR, þar sem hann tók þátt í nokkrum menntaskólaleikritum sem plöntuðu einhverju fræi í hans haus.

Hillbilly lítur hátt upp til Magnúsar og álítur svo að hann hafi búið til nýlistina á Íslandi en hann er ósammála, segir að hún hafi komið með loftinu og hann ásamt nokkrum öðrum ungum listamönnum hafi andað henni að sér.

H&H: Af hverju fórstu út í myndlist?

M: Það kannski veit ég nú ekki. Það var lagt hart að mér að fara að læra lögfræði eða jafnvel guðfræði. Faðir minn sagði að ég ætti að gera eitthvað almennilegt, fá mér almennilega vinnu. En ég hafði tekið þátt í menntaskólaleikritum í MR nokkrum sinnum og var orðinn svona skotinn í leikhúsi. Og það varð úr að ég fór að læra leikhúsmyndlist, að gera leikmyndir og búninga. Fór til Birmingham á Englandi, gekk þar í skóla sem var tengdur við lítið leikhús sem var þar þá. Svo kom ég heim eftir að hafa verið þar í tvö ár. Á þessum tíma, 1951, stóð þannig á, að Þjóðleikhúsið var nýtekið til starfa og hafði sogað til sín megnið af leikurum og starfsliði Leikfélags Reykjavíkur, sem vantaði þá fólk til starfa. Við heimkomuna fékk ég því strax starf hjá LR og þurfti eiginlega að taka að mér megnið af leikmynda- og búningagerðinni af lítilli kunnáttu og engri reynslu.

H&H: Eiginlega bara áframhaldandi skóli…

M: Ja, ég varð bara að basla þetta áfram, finna út úr þvi sjálfur. Kröfurnar hafa nú ekki verið svakalega miklar, þetta var svoldið amatörkennt. Og svo lærði ég smám saman bara með því að vinna í þessu.

H&H: Mest í leikmyndum?

M: Já, en reyndar búningum líka. 

H&H: Hvað vannstu þar lengi?
M: Í tíu ár að minnsta kosti, ef allt er talið, en ekki allt í einni lotu því inn á milli vann ég í Þjóðleikhúsinu. Gegndi þar m.a. starfi leikmunavarðar í a.m.k. eitt ár.

H&H: Þetta er þá eina menntunin sem þú hefur í myndlist?

M: Nei, ég fór í myndlista-og handiðaskólann og tók myndlistarkennarapróf. Síðan fór ég árið 1957 til Vínarborgar og var þar einn vetur við Akademie für angewandte Kunst. Það var svona akademía fyrir þessar greinar sem voru ekki beint málaralist eða skúlptúr heldur greinar eins og leikhúsmyndlist.

H&H: Þar sem mörkin voru kannski óljósari?

M: Ja, það var eiginlega þetta að gera leikmyndir. Eftir það vann ég við leikhúsin í Reykjavík, en káfaði mig áfram næstu árin í frjálsri myndlist, einkum skúlptúr.

H&H: Byrjaðirðu þá að gera skúlptúra? Eða gjörninga?

M: Gjörningarnir komu seinna

H&H: Það hafa samt verið áhrif frá leikhúsinu?

M: Jájá. En svo blandast þetta saman, maður er í einu, svo fer maður að fikta í öðru líka.  Í leikhúsinu hannaði ég leikmyndirnar og stjórnaði síðan smíðinni og málaði að lokum. Það var allt málað á gólfinu. Þetta var stórt. Jafnframt var ég á saumastofunni að vinna með saumakonunum.

H&H: Varstu með teymi með þér í þessu öllu, hugmyndavinnunni og þess háttar?

M: Ekki hugmyndavinnunni en trésmiðir sáu um smíðina.

H&H: Fékkstu algert sköpunarfrelsi?

M: Þetta er svoldið bundin listgrein því maður þarf auðvitað að fylgja einhverju sem  höfundur leikrits hefur fyrirskipað. Þannig á umhverfið að vera og maður þarf að fylgja því að vissu marki en getur oft farið eigin leiðir.

H&H: Myndirðu vilja vinna við þetta í dag?

M: Í mörg ár fór ég af og til inn í leikhús og vann eina og eina production; en hef ekki gert það lengi. En það var mjög gott að geta hoppað inn í þetta ef mann vantaði peninga.

H&H: Já, það er kannski meiri peningur í leikhúsinu.

M: Ekki get ég nú sagt það en maður fékk a.m.k. viðunandi kaup.

H&H: Hefur þér tekist að lifa á listinni í gegnum lífið?

M (to Frances): Do we live on art? One person could live on what I earn.

F: Well, yeah, now. But that’s because you have the artist salary. Regularly.

M: Já, svona heiðurslaun.

F: But before that, no.

M: I always had to have some other work besides art, but of course, after we got together, Frances always had a salary. Ég var miklu frjálsari.

Fínt að fá sér svona konu til að halda sér uppi.

F: Well, I think doctors earn more in Britain than they do here, at least if you’re just working in the health services and then I was quite senior so, yeah, we were just lucky, it worked out okay. But I had to work full time, it was quite a lot. But then Magnús could mostly be at home looking after Kolbeinn when he was not in school. We didn’t have to have someone else to do that.

M: Já, það er auðvitað kosturinn við það að vera með svona heimavinnandi gæja, sem sér um krakkana, í okkar tilfelli bara einn.

H&H: Þú hefur verið að kenna líka?

M: Já, I did teach.

F: You had some invitations to come and teach here.

M: Já, ég kom stundum hingað.

H&H: Sagðir þú ekki að kennsla væri geggjaðasta listgreinin?

M: Þetta var nú eitthvað sem ég sagði einhvern tíma í einhverju bréfi. Og svo greip einhver það og skrifaði einhvers staðar í öðru samhengi.

Kennsla er geggjaðasta listgreinin.

H&H: Gott kvót.

F: Most of the teaching that you did was before I knew you. When I met you, you were teaching in Oslo.

M: Yes.

F: And then you went back to Holland and were probably teaching there.

M: Já, ég kenndi þó nokkur ár í Hollandi. 

H&H: Svo það hefur verið aðalvinnan þín?

M: Já, kennsla. Annars gerði maður allan fjandann, eins og ég gerði líka leikmyndir.

H&H: Kenndirðu nýlist eða leikmyndahönnun?

M: Nei, ekki leikmyndahönnun. Jah, nýlist, jú, sko ég bjó til deild í Myndlista og handíðaskólanum, Nýlistadeild. Hildur Hákonardóttir var skólastjóri og bað mig um að kenna, því henni fannst að það þyrfti að brjóta upp þessa hefðbundnu kennslu. Og ég fékk að búa til þessa deild, sem var Hildi að þakka, því hún þurfti að berjast fyrir því gegn nokkurri andstöðu. Að búa til eitthvað sem ekki öllum leist á, fá útlenda kennara o.s. frv. Það var eiginlega alveg nýtt. Þá fékk ég einhverja menn sem gátu hrist aðeins upp í þessu. Og það var mjög gott.

H&H: Þú bjóst eiginlega til samtímamyndlist á Íslandi?

M: Nei, nei, nei

 

H&H: En heldurðu að þú hafir komið með einhver áhrif eftir að hafa verið í Hollandi og svona, komst með það til Íslands?

M: Já. Sko. Það var þessi list sem var á sjöunda áratugnum, að ég lít nú frekar á mig sem hluta af þessari alþjóðlegu list. Ekki það að ég sérstaklega hafi komið með hana hingað.

Þetta var alls staðar, þetta var í loftinu. Maður bara andaði því að sér, þessum listbylgjum.

MAGNÚS PÁLSSON: RÚMBJARNI, 1976. GALLERÍ SUÐURGATA 7, SEM ER 260 „RÚMBJARNAR“.

H&H: Það er gott að senda menn og ná í þær. Komast kannski ekki alla leið yfir hafið með loftinu. En varstu með í SÚM?

M: Ég var aldrei í SÚM. Ég skal segja ykkur það að áður en SÚM er stofnað þá flytur Dieter Roth hingað og ég hafði vinnustofu en Dieter hafði enga og kom inn á Vesturgötuna með mér.  Það var stór og góð vinnustofa og við vorum báðir í einhverju peningapoti að hanna vöruútstillingar. Líka að gera módel fyrir arkitekta og Dieter var í þessu sama harki eins og ég og við höfðum þessa vinnustofu saman kannski í 4 ár. Og við fengum nokkur verkefni, vorum að vinna fyrir Húsameistara Ríkisins stundum, gera módel af húsum eða einhverjum svæðum eða þannig þegar var verið að gera skipulag og þetta var okkar lífsviðurværi í þessi ár. Svo vorum við náttúrlega báðir að vinna að frjálsri list meðfram, og í gegnum Dieter kynntist ég mönnum sem hann þekkti, í Evrópu og Ameríku líka, svo sem Fluxus liðinu. Þessi Fluxus hreyfing hafði afar mikil áhrif á mig.

MAGNÚS PÁLSSON: RÚMBJARNI, 1976. GALLERÍ SUÐURGATA 7, SEM ER 260 „RÚMBJARNAR“.

H&H: Hvað varstu að gera í „frjálsa tímanum“?

M: Um tíma var ég undir áhrifum frá hreyfilist – mobile art. Og ég man þegar ég var að vinna í þessum módelum á daginn þá kom ég oft á vinnustofuna kl. 6 að morgni og náði þá þremur tímum til kl. 9 til að vinna í listinni.

F: Was this when you were starting to work with this negative space?

M: Já já já einmitt. Að hugsa um negatívið af okkur sjálfum, loftið sem tekur á sig form af okkur. Æ, þið þekkið þetta. Og ég fór að setja þetta loft í fast efni, nefnilega gifs. Búa til andstæðuna af veruleikanum.

H&H: Hvernig er sköpunarferlið bakvið svona verk hjá þér?
M: (to Frances) Aaaaaah you tell them
F: I didn’t understand the question.

H&H: How is Magnús’s creative process?

M: Yeah, how did I start this?

F: I was not there then.

M: But you know.

H&H: But in general?

F: Oh, with a lot of complaining. “This is terrible, it’s such hard work and it’s not going to work.” And you’re up all night and then suddenly something works. You might scrap everything into a ball and somehow something happens. I don’t know because I would just wake up one morning and you seemed to have produced something. But it was usually, as far as I was concerned, in the night. And after a lot of complaining. Awful. And you seem to get no pleasure out of it.

Either you’re complaining that it’s such hard work or the process of making it is such hard work and then when you’ve made it, you’re not always that pleased with it. And if other people like it you think, well, maybe they aren’t the right people to like it. And then you’ve got to start on something else so the whole process starts again.

So I don’t see that you get a great deal of joy out of it.

M: No. But that’s a good question. What is the pleasure that artists gets out of their work. It’s a lot of worry and maybe quite a lot of bad feelings often. And when does the pleasure come? When does the fulfillment come?

H&H: Do you have the answer?

M: Do I have the answer? No. Well. It’s nice to have done something that you are sort of reasonably happy with. That’s nice.

H&H: What is this need then, to do.. or create something. Af hverju er þessi þörf til að skapa eitthvað?

M: Ég veit ekki, sko. Það er eitthvað. Það er einhver þörf sem ég get ekki skilgreint. Svo er kannski líka það að maður er svo ómögulegur í öllu öðru. Það var svo leiðinlegt, ég var að vinna með bróður mínum og við rákum skrifstofu saman. Hann var verkfræðingur og ég var að vinna í innflutningi á tækjum sem hann þurfti að nota í sína verkfræði og ég vann í þessu í nokkur ár með honum og það var bara svo leiðinlegt. Það var allt í lagi og borgaði betur en leikhúsið til dæmis. Ég tala nú ekki um annað sem ég gerði. Ég hef ekki kært mig um að halda áfram í þessu.

H&H: Það er greinilega eitthvað annað en peningar sem togar í þig..

M: Já. Ég hef alltaf verið ómögulegur með peninga. Þeir hafa aldrei höfðað til mín neitt. Ég hef ekkert gaman að þeim. Ég átti mág, sem dó reyndar um aldur fram, Þorgrím. Hann rak verslanir og fyrirtæki og hann hafði gaman að peningum. Hann var ekki nískur maður en hann varð sæmilega ríkur, af því að honum fannst gaman að fást við peninga.

H&H: Ertu hamingjusamur með ákvörðun þína um að vera listamaður?
M: Já. Já. Já. En það er líka þetta, ég held ég hefði ekki getað gert neitt annað.   (to Frances) You think?

F: I think you could have done anything you decided you wanted to do. Perfectly able. Maybe not an accountant! But you could’ve done medicine or law or anything if you wanted to. 

M: I could have gone on in my brothers business.

F: I don’t see you as an engineer.

M: No, doing the business side. I could have done that, I didn’t do so badly. I even went to Britain to learn this, but I came back after really studying it, and after that I decided no, this is not my thing.

Þetta er bara svona fyrir mér, að maður fer í gegnum lífið svona, stundum tekur maður ákvarðanir, gerir eitthvað samkvæmt einhverri ákvörðun en að öðru leyti þá bara flýtur maður áfram með straumnum og lífið kemur til manns. Maður sorterar út eitthvað sem á betur við mann, það gerist að sjálfu sér. Hvað finnst Hillbilly?

H&H: Veit ekki. Það virðist vera að fólk festist mikið í störfum sem því finnst ekki einu sinni skemmtileg. Kannski hjálpar þér að vera með skapandi hugsun, á tánum svoldið, meðvitaður um að hætta í þessu því þetta gaf þér ekkert.

M: En hjá mér var það ekki þannig að „jæja, nú er ég hættur í þessum business og ætla að fara að gera eitthvað annað“ heldur bara flaut út úr þessu og þurfti þá að fara að vinna fyrir mér á einhvern annan hátt. Svo hittir maður fólk sem hefur áhrif á mann. Og svo er maður að brjótast í þessu sem er svoldið vonlaust af því það er ekkert hægt að lifa á þessu.

Kannski smám saman fær maður smá fótfestu í samfélaginu. Fær smá fótfestu og svo aðeins meiri og fólk fer kannski, einhver hópur, hefur kynnst því sem maður er að gera og lætur í ljós einhvers konar áhuga á því. Og þetta smá hleður utan á sig.

H&H: Ertu frægur á Eskifirði (þar sem Magnús ólst upp til fjögurra ára aldurs)?

M: Nei. En ég er frægur á Seyðisfirði og Djúpavogi. En það á enginn verk eftir mig þar!

H&H: En á Bretlandi?

M: Nei.

H&H: Ó. Ertu kannski ekkert frægur?

F: You had some exhibition at the Tate Modern. Some Dada based work with Susan de Muth… that went around some pubs…… it was a performance.

M: Já. Fórum á pöbba hér og þar í London.

F: It was very difficult to get into the British scene.

M: I don’t think I tried very hard.

F: Oh, you did show at the Royal Academy. And you wrote to Rachel Whiteread, in 1992-3 she won the Turner prize, she was working with negative space. She filled a house with concrete so she had a cast of the inside of the house, and this was an enormous hit. And you wrote to her and said you liked the piece, blablabla, and that you had worked with negative space.

M: Actually, telling her that I have done all this before.

F: It was a nice letter. But you didn´t hear from her. And then you reached to other people. And then they didn’t get back. It was like you didn’t really reach the level of connectivity that was necessary. They were more interested in people who knew somebody that they knew. And somehow you didn’t get that.

M: Jáhh.

F: It was very hard to break into this, what was then called Brit-art. It was the era of Brit-art. That lot was coming, and somehow it was not a very nice atmosphere, and it was a lot about money. It was as if people in art school were being taught how to make art to sell.

H&H: Sort of opposite of Magnús.

F: Yeah, definitely not Magnús’s thing.

H&H: But is that the point of it, to get famous?

F: No, but it was like Iceland was too far away. And Iceland was not on the map, like it is now.

H&H: When did you meet?

F: Eehh, 1985? When you were first in Oslo.

H&H: How did you meet?

F: Magnús was doing a performance with his students at the Henie Onstad museum and he needed someone who could speak English with an English accent. And I think some of your students knew some Icelandic people, including Guðrún Pétursdóttir, who was a friend of mine. We were working in the same place. And Guðrún had been in Oxford for two years, and they suggested that you could ask her because she spoke very English-y English. And she said yes but she had this friend down the corridor who was English.

 

So I was introduced as an English speaker who might be willing to read this text. Which I said I would. That’s how we met.

H&H: How romantic!

F: Yeah, but then you left Oslo, you went away.

M: Did I?

F: Yes. I had another year or more there. But we didn’t meet up really again until I left and was driving back home to England and I came through Holland, and you were there.

H&H: So you decided to meet there?

M: Já.

H&H: Was that the first date?

F: No, we had a few dates in Oslo. But then we didn’t see each other for a long time.

H&H: Did you imagine you would live in Iceland?

F: No. But I had been to Iceland, I came for Christmas with Guðrún. She invited me. But I didn’t meet Magnús then.

H&H: Hvað hefur myndlistin þín kennt þér?

M: Ég veit ekki hvernig ég á að svara því, en list kennir manni að vera annar, önnur persóna en maður var áður, eða væri annars. Ég held, ef maður hefur einbeitt sér að list verði maður öðruvísi. Gildin verða önnur. Maður grípur veröldina, umhverfið, á annan máta, held ég. En ég veit það ekkert.

Það að vera að pæla í list, hefur áhrif á mann. Ég held maður verði ekkert betri maður, en skynji umhverfið öðruvísi.

Kannski.

H&H: Hvað er á döfinni?

M: Spurðu konuna mína.

H&H: What’s happening now?

F: He’s painting these paintings. The coloured ones.

H&H: Hvernig er týpískur dagur hjá þér?

M: Sko. Dagar hjá mér fara mikið í vitleysu. Ég var nú yfirleitt alltaf árrisull en ég er hættur því og ég fer ekki á fætur fyrr en svona 9 eða 10. Svo ætla ég mér að gera eitthvað svakalega mikið, ég ætla að vera uppi á vinnustofu og mála og gera eitthvað og svona. Og svo verður ekkert úr því yfirleitt, af því ég lendi í einhverju öðru. Konan mín að fara með mig eitthvað. Eða við þurfum að gera eitthvað saman. Vegna fjölskyldunnar og okkar tilveru. En allt er þetta nú bara vegna þess að ég er ekki nógu ákveðinn. Og ég hef eiginlega ekki, held ég hafi ekki unnið þannig að ákveða bara að nú ætli ég að vinna. Ég er ekki þannig.

H&H: Aldrei verið?

M: Nei, kannski bara þegar ég vaknaði kl. 6. Tók kannski stundum tímabil.

En svo hefur bara alltaf verið eitthvað sem þrýstir á mig. Að ég verði að klára eitthvað og skila því af mér. Og þá náttúrlega fer ég að djöflast í því og yfirleitt klára það sem af mér var heimtað.

H&H: Þú vinnur semsagt vel undir pressu.

M: Já. Ég vinn undir pressu, en nú orðið er ég það frjáls að ég hef raunar bara frjálsan tíma ef ég væri bara svoldið einbeittur og almennilegur þá hef ég nógan tíma. En ég get unnið. Og vinn stundum… how long?

F: Oh, you can work a long time but you’re always working, because you’re always thinking about something.

M: That’s what you think!

F: Well, I think you are, yeah. Maybe less now than it used to be.

But when I first met you you always said you never worked more than 18 minutes a day.

And I came to realise this was absolute rubbish. You were always working. In one way or another. You were not making something but you were always thinking, and scribbling and doodling. And making notes. He makes an artwork of notes. So his desk is covered in paper with notes and to do lists and “think about that” and so on.

Maybe the 18 minutes were what you could see from the outside.

But once I knew him he had moved away from“solid”work. You didn’t really make sculptures anymore.

F: It was London and he didn’t know anybody – except one thing that you did do that was really amazing. One day, the street which was a cul-de-sac, was blocked by a huge tank that was sticking tubes down a manhole in the main street, to clean the sewers. And we couldn’t get out so you were always talking to these guys, they were there ages. And you found out that they were sending cameras down. They don’t send a man down anymore, they send cameras down and they film the whole sewer and they can sit in the office and see if the walls are ok.

M: Þeir rannsaka hvort einhverjir gallar séu í skólpleiðslunum í allri borginni.

H&H: Áttiru myndbandstökuvél?

F: And then he managed to get the local council to let him have some of the videos and he used them in a work called EyeTalk1, where he is sitting in the video, in the sewer. You got someone in Brighton to film you sitting talking and put the two films together. How he managed to get the council to let him have the videos, I don´t know; I would have thought it was impossible and they didn’t even charge him. The only thing they said was

…they wouldn’t tell him where the film was made, in case he was wanting to find the sewer under a bank.

You would often make some bizarre request at 7.30 in the morning, like where to get bronze casts made, and then you would call me at 10.00 and ask me if I fixed it, and I was in the middle of a clinic or whatever. He doesn’t believe this, but that’s what I remember.

M: But I know the East London sewers quite well.

H&H: Wasn’t it many hours of video?

F: Yes, he had to go and choose what he wanted. He went to the offices and sat through a lot of videos.

H&H: Nice guys.

F: Yeah, like the guy that came when we had the smell in the house. Remember that? We had a terrible smell and we couldn’t work out what it was. It was like sewers. And you rang your friends at the council and they came and they couldn’t find anything.

M: I asked them to send me men.

F: Then they came back because it didn’t get better. And they swept the sewers in the whole street and said that there was nothing. And I think the fourth time, because it was always getting worse and worse, they came and one of the guys went to the back of the house and said “what’s that bag on the floor there?” and you picked it up and went white in the face. In the bag was the remains of lamb bones that we had been keeping for making meat soup. Somehow they had been taken out of the fridge and put on the floor, and we had never noticed that this bag which must have been there for ages… and by this stage it had little animals crawling and the man walked out of the house, he was furious! But this was the same department.

H&H: Haha, good to have friends there! Maybe not anymore.

F: At that stage they had a huge truck at the end of the street. And it took them a long time to get out.

H&H: Æjæj, a bit awkward.

F: It was so embarrassing, it was terrible.

H&H: Fyrir þér, er munur á listamanni og hinum skapandi einstakling?

F: You mean someone who does handverk or hönnun?

H&H: Yeah, for example.

M: Já, þú meinar svoleiðis. Jú, ég held það sé munur á þessu. Að gera fallegt handverk þarf ekki verulega skapandi persónu. Sköpun gerist í hausnum. Þetta er munurinn á því sem maður gerir í höndunum og því sem maður gerir í hausnum.

H&H: Jahá, það er munurinn.

M: Held ég.

H&H: Þetta er ekkert svart og hvítt…

M: Hver getur spáð í þetta? Ég get ekki spáð í þetta. En ég held þetta sé sirka svona. Það er hægt að skapa verk án þess að geta gert nokkuð með höndunum, maður getur líka gert verk með höndunum án þess að gera nokkuð skapandi. En svo eru ótal millistig.

F: Do you think you could produce a whole artwork entirely in your head? How does anybody else know you’ve produced it?

M: Yes, they don’t know. It doesn’t make any difference. The artwork is there even though nobody can ever see it.
F: But what about music? Isn’t that entirely in your head, because the process of writing the notes down is just mechanical.

Góð spurning: Verður tónlistarverkið eða myndlistaverkið til í haus höfundar eða verður það til þegar aðrir finna það?
Hvað með myndlistartengda tónlist? Magnús stofnaði Nýlókórinn okkar allra þar sem hann skrifaði eða teiknaði einhvernskonar nótur fyrir kórinn til að flytja. Verkið var til í hausnum á Magnúsi sem færði það með töfrum niður á blað. Kórfélagar túlka verkin svo að mörgu leyti sjálfir með yfirumsjón Magnúsar (eða annara höfunda, stjórnenda eða annarra sem bættust í hópinn). Í þessu tilfelli finnst Hillbilly klárt mál að verkið verði til í hausnum á Magnúsi og þar sé það þó það sé túlkað af handahófskenndum penslum.

M: This counts for art and also for science. You might make a wonderful scientific invention but you never write it down, you never do anything with it, but it’s in your head. When does it become real? Does somebody have to use it?

F: Is music not real until somebody plays it?

M: No, it’s in your head. Spurningin er hvenær verður listaverkið til. Er það þegar það verður til í haunsum á einhverjum eða er það þegar einhver spilar það á fiðlu eða býr til skúlptúr?  

Verkið verður til í hausnum?